32. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. janúar 2023 kl. 09:15


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:15
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:15
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:15
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:15
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:22
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:15

Berglind Ósk Guðmundsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Sigmar Guðmundsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:16
Fundargerð 31. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um innheimtu dómsekta Kl. 09:16
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rögnu Bjarnadóttur skrifstofustjóra og Hönnu Rún Sverrisdóttur frá dómsmálaráðuneyti og Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara.

Tillaga um að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

3) Önnur mál Kl. 09:58
Formaður lagði fyrir nefndina erindi Sigurðar Þórðarsonar, dags. 23. nóvember 2022, varðandi skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:26